top of page
  • Wix Facebook page

Drangeyjarferðir

Reykir

550 Sauðárkrókur
drangey@fjolnet.is

T  /  +354 821-0090

        +354 821-0091

Drangey

Drangey

 

Drangey er sögufræg eyja í Skagafirði, vinsæll áfangastaður fyrir ferðafólk. Eyjan er þverhníptur móbergsklettur um 180 metrar á hæð. Hún er aðeins kleif á einum stað, í Uppgöngu fyrir ofan Uppgönguvík. Fuglalíf er fjölbreytt í Drangey þótt mest beri þar á svartfuglategundum: stuttnefju, langvíu, álku og lunda.  Stuttnefjan og langvían verpa í bjarginu sjálfu en álkan einkum í urðum undir því.  Lundinn grefur sér aftur á móti holur á brúnunum.  Auk þess verpa rita og fýll í björgunum og hrafn og valur eiga sér þar einnig griðland. Bjargsig hefur verið stundað í Drangey um aldir og var eyjan forðabúr Skagfirðinga fyrr á tímum. Mest voru veiddir þar um 200.000 fuglar og týnd 24.000 egg.

bottom of page