top of page

Drangey

Sigling út í Drangey er ævintýri líkust enda er eyjan náttúruperla í miðjum Skagafirði.

Eyjan er þverhníptur móbergsklettur um 180 metrar á hæð og býður því upp á frábært útsýni yfir allan fjörðinn.

Fuglalíf er fjölbreytt í Drangey þótt mest beri þar á svartfuglategundum, og er þar lundinn frægastur fugla.

 

Ferðin tekur 4. klst. með siglingu, göngu upp eyjuna og eyjan skoðuð með leiðsögn. Frá 1.júní til 20.ágúst eru daglegar ferðir kl.10:00, og bætt við ferðum eftir þörfum.

Í maí eru ferðir eftir samkomulagi.

Siglt er frá smábátahöfninni á Sauðárkróki.

 

Komdu með í ferð, njóttu fallegrar náttúru og upplifðu Drangey í allri sinni dýrð.

 

Hafið samband til að bóka ferð;

drangey@drangey.net

S: 8210091 eða 8210090

bottom of page