top of page

Það eru fjölmargar skemmtilegar gönguleiðir í nágrenni Reykja, má þar nefna leiðina í Glerhallavík þar sem hægt er að skoða undurfallega glerhalla og steina. Einnig er hægt að ganga yfir Tindastól frá Sauðárkróki og enda á Reykjum og fá sér þar bað í heitum laugunum á eftir erfiði dagsins. Tindastól má einnig ganga úr Laxárdal og skoða í leiðinni Óskatjörn þar sem óskasteinn ku fljóta á Jónsmesssunótt. En þó fylgir sá böggull skammrifi að þú mátt ekki líta til baka á leið þinni niður fjallið – sama á hverju gengur.

 

Tindastóll er eitt af þekktustu fjöllum Skagafjarðar og er uppáhald margra heimamanna. Fjallið er um 20 km að lengt og tæpir 1000 metrar á hæð. Það er forn eldstöð og stendur Tindastóllinn stakur utarlega í Skagafirði. Fjallið er margbreytilegt og biður upp á fjölbreytta útivistamöguleika. Það er einstök upplifun að finna sér leið upp á fjallstoppinn og njóta þar þess útýsins sem fjallið byður upp á. Norðaustan við fjallið er eyjarsýn út fjörðinn, þar sem Drangeyan, Málmeyan og Þorðarhöfði skarta sínu fegurðsta. Í suðaustur rótum fjallsins kúrir Sauðárkrókur og Hofsjökull og Mælifellshnjúkur trjóna yfir sveitum Skagafjarðar. Í góðu skyggni birtast Hornstrandir í öllu sínu veldi. 

 

Boðið er upp á tvær leiðir:

Endilangur Tindastóll (8 – 9 klst.) 


Haldið er af stað frá Meyjarlandi á Reykjaströnd og gengið upp bratta hlíð sem leiðir upp á Einhyrning, topp fjallsins ofan Skarðs. Nú er gengið til norðurs á tiltölulega flötu en oft gryttu undirlagi. Þegar utar dregur byrstast þverdalir: Fyrstan má nefna Fagranesdal til austurs og Lambárbotna til vesturs, það sem skiðasvæði Skagfirðinga er. 

 

Lesa meira

Þver Tindastóll
(4 – 5 klst)


Haldið er af stað frá Hvammi í Laxárdal og gengið upp fjallið með Atlastaðará. Einhyrnigsdalur byrtist og er gengið inn eftir botni hans. Ef horft er til vesturs er griðar fagurt útsyni út Skagaheiði og einnig sjást Húnaflói og Strandir. Ef áhuga er fyrir hendi er hægt að ganga upp tiltötulega bratta hlíð, í litinn hliðardal það sem Óskatjörninn er. 

 

Lesa meira

bottom of page