top of page
Þver Tindastóll (4 – 5 klst)
Tindastóll
Tindastóll
Tindastóll
Tindastóll
1/9
Haldið er af stað frá Hvammi í Laxárdal og gengið upp fjallið með Atlastaðará. Einhyrnigsdalur byrtist og er gengið inn eftir botni hans. Ef horft er til vesturs er griðar fagurt útsyni út Skagaheiði og einnig sjást Húnaflói og Strandir. Ef áhuga er fyrir hendi er hægt að ganga upp tiltötulega bratta hlíð, í litinn hliðardal það sem Óskatjörninn er. Gengið er uppúr norður hlið dalsins þar til hæsta punkti er náð í þessari ferð. Þá sér maður ofan í Reykjadal þar sem ferðin er heitið. Gengið er niður brattar hliðar ofan í dalinn og meðfram Reykjará, sem leiðir okkur að áfangastað Reykjum á Reykjaströnd, þar sem okkur biður Kaffi, kræsingar og bað í Grettislauginni fyrir þá sem vilja.
bottom of page