top of page

Sigling

Sigling út í Drangey er ævintýri líkust enda er eyjan náttúruperla í miðjum Skagafirði. Eyjan er þverhníptur móbergsklettur um 180 metrar á hæð og býður því upp á frábært útsýni yfir allan fjörðinn. Fuglalíf er fjölbreytt í Drangey þótt mest beri þar á Lunda og öðrum svartfuglategundum. Yfir sumarmánuðina (20 maí - 20 ágúst.)  bjóðum við upp á daglegar ferðir út í Drangey frá Reykjum klukkan 10:00. Þetta er ca. þriggja tíma ferð með siglingu, göngu, fuglaskoðun og oftar en ekki láta selir og hvalir sjá sig á leiðinni. Komdu og njóttu fallegrar náttúru og upplifðu Drangey í allri sinni dýrð.

ATH! það þarf að bóka í ferðir.

bottom of page