top of page

Gönguleiðir

Það eru fjölmargar skemmtilegar gönguleiðir í nágrenni Reykja, má þar nefna leiðina í Glerhallavík þar sem hægt er að skoða undurfallega glerhalla og steina. Einnig er hægt að ganga yfir Tindastól frá Sauðárkróki og enda á Reykjum og fá sér þar bað í heitum laugunum á eftir erfiði dagsins. Tindastól má einnig ganga úr Laxárdal og skoða í leiðinni Óskatjörn þar sem óskasteinn ku fljóta á Jónsmesssunótt. En þó fylgir sá böggull skammrifi að þú mátt ekki líta til baka á leið þinni niður fjallið – sama á hverju gengur.

 

Tindastóll er eitt af þekktustu fjöllum Skagafjarðar og er uppáhald margra heimamanna. Fjallið er um 20 km að lengt og tæpir 1000 metrar á hæð. Það er forn eldstöð og stendur Tindastóllinn stakur utarlega í Skagafirði. Fjallið er margbreytilegt og biður upp á fjölbreytta útivistamöguleika. Það er einstök upplifun að finna sér leið upp á fjallstoppinn og njóta þar þess útýsins sem fjallið byður upp á. Norðaustan við fjallið er eyjarsýn út fjörðinn, þar sem Drangeyan, Málmeyan og Þorðarhöfði skarta sínu fegurðsta. Í suðaustur rótum fjallsins kúrir Sauðárkrókur og Hofsjökull og Mælifellshnjúkur trjóna yfir sveitum Skagafjarðar. Í góðu skyggni birtast Hornstrandir í öllu sínu veldi. 

Endilangur Tindastóll
Tindastóll

I'm another title

í vinnslu

I'm another title

í vinnslu

I'm another title

í vinnslu

bottom of page