Endilangur Tindastóll (8 – 9 klst.)
Haldið er af stað frá Meyjarlandi á Reykjaströnd og gengið upp bratta hlíð sem leiðir upp á Einhyrning, topp fjallsins ofan Skarðs. Nú er gengið til norðurs á tiltölulega flötu en oft gryttu undirlagi. Þegar utar dregur byrstast þverdalir: Fyrstan má nefna Fagranesdal til austurs og Lambárbotna til vesturs, það sem skiðasvæði Skagfirðinga er. Næstan má nefna Hólakotsdal og upp af honum hefur verið hlaðin myndarleg varða, þar sem hæsti punktur fjallsins er, 998 m. Næst leiðir vegurinn okkar að svokallaðri Hafntinnuurð, sem er griðarmikið svæði, þakið Hafntinnu af öllum stærðum og gerðum. Héðan til vesturs sést niður til Óskatjarna sem þekkt er úr þjóðsögum sem gerst hafa í Tindastól og Einhyrningsdalur niður af henni. Áfram er gengið til norðurs þar til komið er að Reykjadal og þá er lagt af stað niður af fjallinu. Um síðir birtast Reykir á Reykjaströnd með Drangey í baksýn og kaffiylmur liður upp fjallshliðar, þvi þar biða okkar kræsingar og heit bað að lokninni göngu.